Varsjá – Minsk – Vilníus  20. – 28. okt. 2017.

 

Föstudagur 20.  októberkl. 14:55 - 20:55. Til Varsjár með WOW. Gist í Varsjá.

Laugardagur 21. október.Dagur í Varsjá. Drögum að okkur ilm sögunnar í gamla bænum og nágrenni hans. Symfoníutónleikar í Filharmonia Narodowa. Síbelíus og Mieczysław Karłowicz. Gist í Varsjá.

Sunnudagur22. október.Frjáls dagur í Varsjá. Sameiginlegur kvöldverður með þjóðlegri tónmennt.

Mánudagur23. október.Flogið til Minsk. Brottfarartími ekki staðfestur. Við flugvöllinn bíður okkar rúta sem ekur okkur til Vitebsk, fæðingarborgar einhvers sérstakasta listmálara 20. aldar, Marc Shagall.  Stutt gönguferð og kvöldverður. Gist í Vitebsk.

Þriðjudagur 24. október.Morgunverður. Skoðunarferð um Vitebsk, menningarhöfuðborg Hvítarússlands, borg hinna miklu andstæðna. Borgin er blanda gamalla hefða, horfins tíma og nýrra strauma. Hver sem heimsækir þessa borg og nær sambandi við sögu hennar skynjar oft fátækt orðanna. Fáir listamenn náðu jafn sterkum tökum og sonur þessarar borgar Gyðingurinn og listmálarinn Marc Chagall að skýra það óskýranlega. Til þess notaði hann ekki orð heldur liti. Heimsókn til Vitebsk verður helguð þessum mikla meistara. Við kynnumst sögu hans og skoðum Chagall-safnið sem er eina safnið í Belarús sem geymir málverk þessa einstaka listamanns. Eftir miðdegisverð höldum við akandi til Minsk, tékkum okkur inn á hótel, slöppum af í smá stund og höldum svo í Bolshoi óperuna og fáum notið Carmen, Georges Bizet. Gist í  Minsk.

Miðvikudagur 25. október.  Að loknum morgunverði verður haldið í  skoðunarferð (í rútu) um Minsk. Höfuðborg Hvítarússlands býr yfir mikilli sögu sem við munum kynnast um leið og við skoðum borgina. Við stoppum á nokkrum stöðum. Við munum skoða lífið á götum og torgum og virða fyrir okkur litbrigði strætanna. Eftir hádegisverð röltum við frjáls um miðborgina, göngum eftir Nezalezhnasci breiðstræti og rannsökum tæran stalínískan arkitektúr og Sigurtorgið sem var tákn Minsk þegar hún var borg í Sovétríkjunum. Um kvöldið væri gaman að njóta þjóðlegrar tónlistar og dans. 

Fimmtudagur. 26. október.Haldið til Vilníus. Brottfarartími er snemma morguns. Rúta bíður við flugstöð og ekur okkur á hótel. Náum sennilega góðum degi í Vilníus og höldum í heilsubótarrölt um þessa yndislegu borg. Gist í Vilníus.

Föstudagur. 27. október.Kynnum okkur sögu Litháa og höfuðborgar þeirra, barok-borgina Vilníus. Bregðum okkur ,,út fyrir borgarmörkin,, og heimsækjum ,,fríríkið Užupis. Ópera um kvöldið. Don Calo, Giuseppe Verdi.  Gist í Vilníus.

Laugard. 28. október.15:50 haldið heim með Wizzair. Lending 17:10.

 

Áætlað verð:

248.000 kr. fyrir einstakling í tvíbýli. 30.000 kr. bætast við fyrir einbýli. 

Í verði felst:

  •   Flug og flugtengd gjöld samkvæmt dagskrá
  •   Ferðir í rútu samkvæmt dagskrá.
  •   8 nætur á 3 str hótelum.
  •   Rúta á milli flugvalla og hótela.
  •   morgunverður á hótelum og miðdegis- eða kvöldverðir í Hvítarússlandi;
  •   Aðgangur að söfnum samkvæmt dagskrá;
  •   Miði á óperuna Carmen í Bolshoi-óperunni í Minsk.
  •   Íslensk leiðsögn;
  •   Verð á aðra viðburði en hér eru nefndir er strípað miðaverð.

 

____________________________________________________

 

 

 

Aðventuferð til einhverrar fegurstu Hansaborgar Evrópu.

Gdansk 8. – 11. desember.

Föstudagur 8. desember. Beint flug til Gdansk. kl. 17:30 lent kl.22:05. Þangað komin bíður okkar rúta sem ekur okkur beint á okkar góða fjögurra stjörnu hótel í hjarta borgarinnar.

 

Laugardagur 9. des. Morgunverður, kl. 10:30 róleg söguganga. Við tökum okkur þann tíma sem við þurfum, göngum hægt og njótum, stoppum kannski á kaffihúsi. Gamli bærinn er ekki stór og því vegalengdir ekki miklar. Seinni hluti dags frjáls. Sameiginlegur kvöldverður á hóteli.

 

Sunudagur 10. des. Kl. 10 til 16. Frjáls dagur. Boðið er uppá ökuferð um Þríborgina; Gdansk, Sopot og Gdynia. Kynnumst sögu og sérkennum þessara þriggja borga sem liggja saman eins og Reykjavík, Kópavogur og Garðabær en eru mjög ólíkar. Verð 3.500 miðað við 20 manna hóp. Sameiginlegur kvöldverður á veitingahúsi Kasjúba. Kynnumst menningu sögu þessarar merkilegu litlu þjóðar. Verð kr. 5.000 kr.

 

Mánudagur 11.  des. Við förum ekki út á völl fyrr en 11:30 svo við höfum fyrri hluta dags til þess að gera það sem hvur vill.  Tekið á loft kl. 14:00 → 16:55